Félag leiðsögumanna heldur áfram að puðast við að reyna að semja

Kjaranefndin hefur komið gistingu, símanotkun, afboðun ferða o.fl. á tal við SA og mun hitta viðsemjendur aftur á nýju ári, þann 3. janúar, en þá verða því miður samningar runnir út. Svoleiðis er það líka í stóru kjaraviðræðunum hjá ASÍ og það er eins og mönnum finnist það algjörlega eðlilegt. Þannig hefur það líka verið þegar kennarar eru að semja.

Mér finnst ekki eðlilegt að kjarasamningar renni út trekk í trekk og fólk sé kjarasamningslaust mánuðum saman.


Neikvæð áhrif auglýsinga

Ég er ekki sú eina sem mun hugsa mig um tvisvar áður en ég beini viðskiptum mínum til REMAX í fasteignaleitinni á nýju ári. Reyndar er kannski ekki alveg sanngjarnt að kenna auglýsingunni um því að ég hef lengi haft á REMAX illan bifur, ágengni sumra sölumanna hefur verið þvílík. Orðsporið tikkar.

Bloggfærslur 20. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband