Fimmtudagur, 27. desember 2007
Nú er friðurinn úti
Ég friðargekk á þorláksmessu að vanda. Ég hlustaði á Höllu Gunnarsdóttur, blaðamann á Mogganum, flytja friðarboðskapinn á Ingólfstorgi. Hver einstaklingur skiptir máli, hver einasti sem tekur afstöðu með friði tekur afstöðu gegn ófriði og ofbeldi. Ég vel að trúa því og vera sammála Höllu. Og það er ÖMURLEGT að Benasír Búttó skyldi vera myrt, ekki út af Pakistan fyrst og fremst heldur vegna hennar sjálfrar, fjölskyldu, þjóðar, annarra þjóða - og mín.
Þetta eru mannanna verk, einstaklinga eins og við erum líka sjálf. Þessu getur linnt. Og einhvern tímann linnir ófriði. Ég hlýt að trúa því að við viljum lifa með friði.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 27. desember 2007
Góði samverjinn (samúræinn?) Gummi
Á ferðalagi um Þingholtin ... hnutum við Gummi um fólk á spariskæddum bíl og Gummi hafði verið svo klókur að spariklæðast ekki þrátt fyrir jól á dagatalinu og snaraðist út á bomsunum og rétti bílinn við.
Svo þurfti hann auðvitað að spjalla svolítið líka því að auðvitað þekkti hann tilfallandi fólkið ...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)