Sigur kaupandans á fasteignamarkaði

Náfrændi minn fékk augastað á íbúð í 104 Reykjavík. Hún er tæpir 90 fermetrar og ásett verð var tæpar 20 milljónir. Hann bauð 20% niður og fékk fuss frá fasteignasalanum. Eftir japl og jaml og fuður náðist samkomulag milli kaupanda og seljanda upp á 17 milljónir 250 þúsund fyrir 87 fermetra. Hann lækkaði hana um 13% - er það ekki bara hraustlegt?

Ég held að kaupendur séu of hræddir við verð sem seljendur og/eða fasteignasalar ákveða sisona. En ekki frændi minn.

Fermetraverðið er sem sagt 198 þúsund kr. Ég gái alltaf að því.


Ógæfumennirnir sem gengu berserksgang í Hafnarfirði í fyrrinótt

Ég heyrði í fréttum að þrír strákar á aldrinum 15-17 ára hefðu verið handteknir vegna bílbrotanna í Hafnarfirði í fyrrinótt, þeir játað og þeim sleppt. Og HVAÐ nú? Þeir eru augljóslega miklir ógæfumenn og vel hægt að hafa samúð með mönnum sem líður svona illa - en vanlíðan þeirra bitnar á mörgu fleira fólki. Og HVAÐ nú? Hver eru úrræðin? Hver bætir tjónið?

Lausn lífeyrissjóðanna (les: lífeyrisþega)

Ólyginn segir mér að lífeyrissjóðirnir eigi 1.500 milljarða króna í sjóðum.

Er ástæða til þess? Nei, auðvitað eiga lífeyrissjóðirnir að greiða úr sjóðum sínum frekar en að lúra á þeim eins og ormar á gulli. Ég hef verið að velta fyrir mér fjölda þeirra og hvers vegna þeir skirrist við að borga út á þeim forsendum að þeir þurfi að standa undir framtíðarskuldbindingum.

Ha?

Þeir eiga þessa peninga núna og eiga að borga þá út. Það væri líka hugmynd að þeir byggðu íbúðahverfi (í Mosfellsdal? Eyjafirði) með öryggishnöppum og allri annarri þjónustu. Íbúðin yrði seld fyrir eðlilegt verð og síðan gengi á höfuðstól eignarinnar eftir því sem viðkomandi byggi þar lengur. Þetta gæti verið félagslegra en að hafa lífeyrisþegana dreifða.

Ég ætla að halda áfram að hugsa um þetta - en ég get ekki beðið eftir að ég komist á aldur. Verkefnið er brýnt núna.

Es. Ég viðurkenni upp á mig ónákvæmni þegar ég sagði að lífeyrissjóðirnir ættu í sjóðum, auðvitað eru það greiðendur í sjóðina sem eiga í sjóðum.


Bloggfærslur 15. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband