Sigur kaupandans á fasteignamarkaði

Náfrændi minn fékk augastað á íbúð í 104 Reykjavík. Hún er tæpir 90 fermetrar og ásett verð var tæpar 20 milljónir. Hann bauð 20% niður og fékk fuss frá fasteignasalanum. Eftir japl og jaml og fuður náðist samkomulag milli kaupanda og seljanda upp á 17 milljónir 250 þúsund fyrir 87 fermetra. Hann lækkaði hana um 13% - er það ekki bara hraustlegt?

Ég held að kaupendur séu of hræddir við verð sem seljendur og/eða fasteignasalar ákveða sisona. En ekki frændi minn.

Fermetraverðið er sem sagt 198 þúsund kr. Ég gái alltaf að því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband