Bankarnir eru svo góðir - við sig

Ég er með endurtekið Kastljós í eyrunum núna. Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri fullyrðir að viðskiptabankarnir séu góðir við lántakendur á Íslandi, séu ódýrir, og það komi ekki til greina að láta viðskiptavinina í t.d. London borga með bankaþjónustunni á Íslandi.

Nú, ef allur heimurinn er undir hlýtur að vera næsta skref að láta okkur njóta sömu kjara og viðskiptavinirnir í London njóta. Samkeppni, samkeppni er lykilorðið.

Það hlýtur að verða fyrsta verk Sigurjóns í fyrramálið að tilkynna hin góðu kjör. Þeir eru á samkeppnismarkaði, viðskiptabankarnir á Íslandi. Og einhver vinsamlegast rifji upp fyrir mér hvers vegna hér er enginn erlendur banki.

Sagði einhver átthagafjötrar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Berglind, hvernig stendur á því að fólk nennir aldrei að skrifa athugasemdir hjá okkur, nema þá helst til að segj að við höfum rangt fyrir okkur?

Ég er algjörlega sammála þér og hnaut einmitt um nákvæmlega það sama og þú. Um daginn skrifaði ég einmitt eitthvað um að hagnaður bankanna væri ógurlegur og að mér fyndist að mætti nota eitthvað af þeim peningum til þess að gera vel við fókið í landinu, lækka þjónustugjöld o.s.frv. Eina athugasemdin sem ég fékk var að það væri gott að bankarnir væru ríkir.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 16.2.2007 kl. 02:44

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þeir sem eru sammála - allir hinir - kinka bara kolli voða glaðir og lesa næsta blogg! Hehe.

Berglind Steinsdóttir, 16.2.2007 kl. 08:11

3 identicon

Kinka kolli.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 09:05

4 identicon

Það skyldi þó ekki vera að erlendir bankar hafi takmarkaðan áhuga á að höndla með vöru sem er alltaf komin yfir síðasta söludag

Kjartan Hallur (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 09:26

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Renna peningar út - annars staðar en í búðum?

Berglind Steinsdóttir, 16.2.2007 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband