210. grein almennra hegningarlaga 19/1940

Ég sé að fólk vitnar hvert um annað þvert í þessa lagagrein en ég er handviss um að fæstir lesendur fletta henni upp:

210. gr. Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. [Þegar slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt getur refsing þó orðið fangelsi allt að 2 árum.]2)
Það varðar ennfremur sömu refsingu, að láta af hendi við unglinga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti.

2) Sömu refsingu varðar að flytja inn eða hafa í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn í kynferðisathöfnum með dýrum eða nota hluti á klámfenginn hátt.]3) [Hver sem flytur inn, aflar sér eða öðrum, eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum ef brot er stórfellt.].


Efnislínan í tölvupósti

Moli á blaðsíðu 8 í Fréttablaðinu talaði svo beint til mín rétt í þessu. Blaðamaður talar um fréttatilkynningar sem fyrirtæki senda fjölmiðlum og sem eru bara titlaðar fréttatilkynning. Efnislínan (subject) í tölvupóstinum á einmitt að segja manni um hvað málið snýst, bæði þegar maður fær póstinn og svo getur ekki síður reynt á það seinna þegar maður þarf að finna upplýsingar í texta sem manni hefur verið sendur.

Þetta á líka við um persónulegan póst, mér finnst .... (anda djúpt) óþolandi þegar í efnislínunni stendur RE: hittingur þegar sendandinn ætlar að spyrja mig álits á Flugdrekahlauparanum.

Svo er dónaskapur að áframsenda til mín keðjubréf, einkum ef fyrst birtast á skjánum þeir 300 sem búnir eru að fá bréfið á undan mér. Og ég slít allar keðjur, alltaf, hvort eð er.

Hitt er síðan annað mál að ég er ekki nógu dugleg að taka til í tölvupóstinum. Héðan í frá ætla ég að taka mig á í því efni.

 


Bloggfærslur 18. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband