Hádegisfyrirlestur á morgun

Það eru náttúrlega mistök að segja nokkrum manni frá þessu sem ekki er þegar staðráðinn í að fara en Sagnfræðingafélagið stendur fyrir enn einum fyrirlestrinum í hádeginu á morgun. Og að þessu sinni er það enginn annar en Hannes Hólmsteinn Gissurarson sem heldur fyrirlestur um heimildagildi heimildamynda.

Það er vissast að mæta tímanlega.


Tryggðarpantur

Ég las Draumalandið í fyrrasumar og uppveðraðist ógurlega, lánaði hana svo og hef ekki séð aftur. Því miður, ég væri alveg til í að glugga í hana til upprifjunar. Ég fagna því að Andri Snær hafi verið metinn að verðleikum (þótt ég gefi lítið fyrir þessi huglægu bókaverðlaun sem forlögin geta keypt sig inn í). Hagvöxtur er ekki eign einnar stéttar manna - þótt hagfræðingar geri hann svolítið að sínum - og mér vitraðist t.d. þegar ég las Draumalandið að hagvöxtur minnkar þegar einhver hættir að vinna og fer í skóla.

Ég hef sagt þetta áður en skv. útreikningum eykst hagvöxtur líka við það að maður slasast og fer á spítala. Og líka þegar rúða er brotin. Og enn fremur þegar stríð eru háð, sbr. Íraksstríðið sem þessi Forbes þarna er svo hlynntur af því að hann eykur hagvöxt Bandaríkjanna. „Blessað stríðið sem gerði syni mína ríka.“

En ég er sem sagt byrjuð að lesa bókina hennar Auðar Jónsdóttur (var hún ekki líka tilnefnd?) og eftir 70 blaðsíður er hún ekki búin að ná mér. Inntakið er stúlka sem lifir í vellystingum praktuglega af því að amma hennar arfleiddi hana að múltí en svo allt í einu er múltíið uppurið og hún þarf að grípa til einhverra ráða. Og hún velur að leigja herbergi frá sér í stóra húsinu sínu. Dettur manni þá Leigjandi Svövu Jakobsdóttur í hug. En ekki meðan ég les ...


Bloggfærslur 5. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband