Skúbb

Ég tel mig vita það en ætla að þykjast spá því að skv. nýrri skoðanakönnun um Alcan sé núna meirihluti meðmæltur stækkun álversins.

Eigum við að giska á 55%?


Skemmtigildið var ótvírætt

Hannes Hólmsteinn Gissurarson var skemmtilegri en ég reiknaði með, hann má eiga það. Myndskeiðin sem hann sýndi, dæmin sem hann tók, frásögnin - allt var þetta hið líflegasta. Og hann sannaði auðvitað mál sitt sem er það að hann er ákveðin heimild um .. ja, tiltekin vinnubrögð, skoðanir, aðferðafræði.

Svo geta verið óteljandi margar aðrar skoðanir og aðferðir um nákvæmlega sömu tímabil og sömu atburði.

En ég skil ekki enn að maður sem predikar markaðshyggju og frjálshyggju í orði skuli á borði aldrei hafa selt sig öðrum en ríkinu. Aldrei? Ég ætti auðvitað ekki að fullyrða neitt. Hann hefur ekki selt sig á markaði - eða hefur hann selt fyrirlestra erlendis? Það kann að vera. Hver gaf aftur út Halldór og Kiljan og Laxness? Bókafélagið, hvaða fyrirtæki er það?

Og þegar hann talar um 150 stykki af „Maður er nefndur“ sem hann „framleiddi“ hefði einhver átt að spyrja hvað markaðurinn hefði verið til í að borga.

En ég er svo feimin.


Frásagnir af framboði mínu eru stórlega ýktar

Ó, hafði það ekkert spurst út? Æ. Jæja, það leiðréttist samt áður en það fer lengra. Við Ingvi og Kjartan höfum náttúrlega sýknt og heilagt verið að gæla við að bjóða fram Matarlistann eða Verðlagseftirlitið eða Veðurvitann (eða bara Vaffið) en höfum ákveðið að bíða af okkur hryðjurnar. Og já, Egill er að hugsa um að skrá sig í skóla ... og framboð hlýtur að vera heilmikil skólun.

Hmm.

Við athugum þá bara með slaginn 2011. Það er líka flott ár, Jón hefði orðið 200 ára hefði honum enst aldur og Háskóli Íslands verður 100 ára.

Já, við höldum okkkur til hlés að þessu sinni ... Skólaframboðið? Listi áhugasamra?


Bloggfærslur 6. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband