Frásagnir af framboði mínu eru stórlega ýktar

Ó, hafði það ekkert spurst út? Æ. Jæja, það leiðréttist samt áður en það fer lengra. Við Ingvi og Kjartan höfum náttúrlega sýknt og heilagt verið að gæla við að bjóða fram Matarlistann eða Verðlagseftirlitið eða Veðurvitann (eða bara Vaffið) en höfum ákveðið að bíða af okkur hryðjurnar. Og já, Egill er að hugsa um að skrá sig í skóla ... og framboð hlýtur að vera heilmikil skólun.

Hmm.

Við athugum þá bara með slaginn 2011. Það er líka flott ár, Jón hefði orðið 200 ára hefði honum enst aldur og Háskóli Íslands verður 100 ára.

Já, við höldum okkkur til hlés að þessu sinni ... Skólaframboðið? Listi áhugasamra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í alvöru, verður hann dauður þá? Hvað verður þá um Bryndísi?

Kjartan Hallur (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 16:27

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jón og Bryndís koma greinilega víða við sögu - mér datt önnur Bryndís í hug en ég held núna að þú sért með í huga.

En hvað veit ég? Eða þú? Um framtíðina? Fjögur ár eru langt undan.

Berglind Steinsdóttir, 6.2.2007 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband