Sunnudagur, 11. mars 2007
Vika af hættulegum klæðnaði
Á BBC Prime er núna aldeilis stórskemmtilegur þáttur um Jason sem tekst það á hendur að breyta verulega til í klæðaburði og hegðun í eina viku til að ögra sjálfum sér og reyna að brjótast út úr skel feimninnar. Ég geri mér vel grein fyrir að þetta hefur fyrst og fremst skemmtigildi - og svínvirkar fyrir mig - en skyldu raunverulega óframfærnir geta farið út á meðal fólks í svaðalega köflóttum fatnaði eða túrbínuklæðnaði eða eins og kúrekar (með hatt og hlífar) eða eins og dragdrottningar með flegið niður í nærbuxur (svo að ég kveði ekki fastar að)?
Tjah, ekki í reykvísku vonskuveðri, hahha!
Hann upplifði hins vegar persónuleikabreytingar eftir þeim fötum sem hann klæddist hverju sinni, humm humm.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 11. mars 2007
Blöðin víkja
Ég er orðin alveg sannfærð. Blöðin eru a.m.k. um stundarsakir í öðru sæti þótt maður vilji fylgjast með. Maður les eitthvað á vefmiðli eitthvert kvöldið og þegar maður sér það í blaðinu daginu eftir eru fréttirnar svooo gamlar. Og bæta engu við það sem maður las fyrir hálfum sólarhring.
Þarna er ég að tala um fréttamiðlana fyrst og fremst. Að auki eru svo nokkrar bloggsíður sem maður les líka reglulega og þær eru gjarnan meira upplýsandi og afhjúpandi en álitsgjafar í blöðunum.
Þó skákar netorðræðan enn ekki Silfri Egils, humm humm.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)