Blöðin víkja

Ég er orðin alveg sannfærð. Blöðin eru a.m.k. um stundarsakir í öðru sæti þótt maður vilji fylgjast með. Maður les eitthvað á vefmiðli eitthvert kvöldið og þegar maður sér það í blaðinu daginu eftir eru fréttirnar svooo gamlar. Og bæta engu við það sem maður las fyrir hálfum sólarhring.

Þarna er ég að tala um fréttamiðlana fyrst og fremst. Að auki eru svo nokkrar bloggsíður sem maður les líka reglulega og þær eru gjarnan meira upplýsandi og afhjúpandi en álitsgjafar í blöðunum.

Þó skákar netorðræðan enn ekki Silfri Egils, humm humm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Það er rétt hjá þér vefmiðlarnir eru að taka yfir á fréttasviðinu.Bloggið er líka að taka yfir að stórum hluta pólutísku flóruna.Ég held að dagblöðin eigi eftir að taka miklum breytingum vegna yfirtöku vefmiðlana á nánast öllum sviðum.Þá fækkar ferðum manns með blöðin í sopugáminn.

Kristján Pétursson, 11.3.2007 kl. 15:25

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nema þetta sé bóla, humm! Annars er ég hætt að fara með Moggann sjálfan í gáminn, sagði honum upp í fússi þegar auglýsingarnar voru límdar framan á hann.

Berglind Steinsdóttir, 11.3.2007 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband