Bókakaup hafa í för með sér bókaeign

Og þar er treginn.

Nei, tregi er fullstórt orð fyrir þetta. Bara kolvitlaust orð reyndar.

Stundum langar mig til að kaupa bækur til að styrkja þann sem skrifaði eða gaf út, aldrei samt aðrar bækur en þær sem mig langar líka til að lesa. Og það er gott að hafa bækur í sem flestum skúmaskotum, eða þannig. Þegar ég kem inn á annarra manna heimili verð ég yfirtaksmikill dóni og leggst á kilina, fer að skoða bókakostinn. Alveg ferleg.

Ég treindi það fram á síðasta klukkutíma að fara á bókamarkaðinn í Perlunni og fór í gær kl. 17:15. Keypti tvær bækur og hlakka til að lesa þær báðar. Á erfiðar minningar um þau skipti þegar ég keypti 22 bækur - og kom því vitaskuld ekki í verk að lesa þær. Einu sinni keypti ég Ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar eftir Þórberg Þórðarson í þremur bindum - hún er enn í plastinu.

Jú, víst er vandasamt að eignast margar bækur. Ég er nefnilega miklu duglegri að lesa lánsbækur, þá vofir yfir skiladagurinn. Bókasafnið er sniðið að þörfum mínum.

Ég er samt byrjuð á Stelpunni frá Stokkseyri og ætla að klára hana fyrir 29. mars.


Mjólkurlítrinn á 130 kr. í sjoppu

Og hvað getur neytandi gert kl. 22 á sunnudagskvöldi, neytandi sem þráir ekkert heitara en flóaða mjólk en á enga aðra mjólk - á enga mjólk? Síðasti söludagur var meira að segja þennan sama dag. Þetta var ekki ég, ég á mjög auðvelt með að ulla á móti.

Álagningin er frjáls.


Bloggfærslur 12. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband