Bónus fellur á verðlagseftirlitsprófi Berglindar

Svekk.

Ég ætlaði ekki að kaupa risahraun frá Góu en ég tók samt eftir að það er aftur komið upp í 49 kr. Það kostaði það fyrir lækkun, lækkaði niður í 42 kr. en er sem sagt hálfum mánuði síðar búið að ná fyrri hæð á ný.

Ég bætti appelsínum í appelsínupokann í staðinn í þessari innkaupaferð. Og kílóverð á rauðri papriku er 232 kr. Hvað kostaði aftur paprikan í Krónunni um daginn?


Hagræðing, ó, hagræðing

Ég þekki vel vertíðartilfinninguna, tilfinninguna um að maður sé að bjarga verðmætum, bæði úr fiskvinnslu, póstútburði, leiðsögninni og líka þegar ég afgreiddi myndlykla á fyrstu dögum Stöðvar tvö. Já já, ég man.

Þetta er góð tilfinning.

Þess vegna rennur mér til rifja þegar ég les í Stelpunni frá Stokkseyri um þá meintu hagræðingu sem var farið í þegar frystihúsinu var lokað á Stokkseyri og starfseminni gert að sameinast Glettingi í Þorlákshöfn. 70-80% bæjarbúa höfðu lífsviðurværi sitt af fiskvinnslu þannig að burðarbitanum var kippt undan sisona.

Mér finnst lýsingin átakanleg.


Bloggfærslur 16. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband