Föstudagur, 16. mars 2007
Bónus fellur á verðlagseftirlitsprófi Berglindar
Svekk.
Ég ætlaði ekki að kaupa risahraun frá Góu en ég tók samt eftir að það er aftur komið upp í 49 kr. Það kostaði það fyrir lækkun, lækkaði niður í 42 kr. en er sem sagt hálfum mánuði síðar búið að ná fyrri hæð á ný.
Ég bætti appelsínum í appelsínupokann í staðinn í þessari innkaupaferð. Og kílóverð á rauðri papriku er 232 kr. Hvað kostaði aftur paprikan í Krónunni um daginn?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 16. mars 2007
Hagræðing, ó, hagræðing
Ég þekki vel vertíðartilfinninguna, tilfinninguna um að maður sé að bjarga verðmætum, bæði úr fiskvinnslu, póstútburði, leiðsögninni og líka þegar ég afgreiddi myndlykla á fyrstu dögum Stöðvar tvö. Já já, ég man.
Þetta er góð tilfinning.
Þess vegna rennur mér til rifja þegar ég les í Stelpunni frá Stokkseyri um þá meintu hagræðingu sem var farið í þegar frystihúsinu var lokað á Stokkseyri og starfseminni gert að sameinast Glettingi í Þorlákshöfn. 70-80% bæjarbúa höfðu lífsviðurværi sitt af fiskvinnslu þannig að burðarbitanum var kippt undan sisona.
Mér finnst lýsingin átakanleg.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)