Miðvikudagur, 28. mars 2007
Mokveiði - af fiski
Jáh, þetta er ótrúlegt, í kvöldfréttum var bein útsending úr skipi þar sem fiski var mokað upp úr lestinni og allt í einu rifjaðist upp að endur fyrir löngu voru þorskaflatölur alltaf fyrsta frétt, nánast fyrir minni mitt reyndar. Og hvers vegna skyldi það hafa breyst? Ætli það sé vegna þess að aflinn hefur minnkað eða er það vegna þess að fiskifréttir eru ekki sexí? Kannski sitt lítið af hvoru.
Eru kannski uppgrip í þorski sexí frétt?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Ondúlering
Ég lifi í voninni að Davíð Þór Jónsson spyrji í Gettu betur hvað orðið merki. Og hafi svarið á reiðum höndum. Ég lifi líka í þeirri von að ég geti horft á lokaþáttinn, ég hef *skæl* misst af öllum þáttunum eftir að þeir komu í sjónvarpið. Svo rammt kveður að missinum að ég veit ekki einu sinni hvaða lið keppa - enda snýst þetta í mínum augum ekki um sigurvegara. Þetta snýst um keppnina sjálfa.
Og hvað þýðir ondúlering?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 28. mars 2007
Hálendisvegur vs. Biskupstungnavegur
Af því að ég er leiðsögumaður sem bara kjafta (ólíkt þeim sem líka keyra) verð ég að segja hér og nú (þrátt fyrir að upphækkaður Kjalvegur sé dottinn (niður) úr umræðunni) að vanir bílstjórar hafa margir áhyggjur af því að vegir í byggð nálægt Kjalveginum bæru ekki þá umferð sem óhjákvæmilega færi þar um. Þeir vísa þá til þungaflutninganna sem myndu freistast þessa leiðina. Og nóg er níðst á vegunum samt.
Nú er mikil umræða um umhverfisvernd og ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnuvegur og gjaldeyrisskapandi. Eyðileggjum ekki fyrir okkur með meintri styttingu vegalengdar fyrir lítinn hóp.
Að auki legg ég til að fólksbílar eftirláti rútunum miðbæ Reykjavíkur á háannatíma í ferðaþjónustunni. Til vara: að þeir sýni okkur tillitssemi. Til þrautavara: að þeir séu ekki tillitslausir ...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)