Hálendisvegur vs. Biskupstungnavegur

Af því að ég er leiðsögumaður sem bara kjafta (ólíkt þeim sem líka keyra) verð ég að segja hér og nú (þrátt fyrir að upphækkaður Kjalvegur sé dottinn (niður) úr umræðunni) að vanir bílstjórar hafa margir áhyggjur af því að vegir í byggð nálægt Kjalveginum bæru ekki þá umferð sem óhjákvæmilega færi þar um. Þeir vísa þá til þungaflutninganna sem myndu freistast þessa leiðina. Og nóg er níðst á vegunum samt.

Nú er mikil umræða um umhverfisvernd og ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnuvegur og gjaldeyrisskapandi. Eyðileggjum ekki fyrir okkur með meintri styttingu vegalengdar fyrir lítinn hóp.

Að auki legg ég til að fólksbílar eftirláti rútunum miðbæ Reykjavíkur á háannatíma í ferðaþjónustunni. Til vara: að þeir sýni okkur tillitssemi. Til þrautavara: að þeir séu ekki tillitslausir ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Við skulum vona að uppbyggður kjalvegur verði ekki að veruleika það yrði skemmd á hálendi íslands.  Ég er á móti því að byggja upp hálendisvegi.  Á sumrinn er hægt að fara yfir kjöl á öllum bílum.  Það verða vera til einhverjir vegir sem eru með einhverjum farartálma það er hluti af ferðinni yfri kjöl að hoppa yfir þær holur sem eru á þeim vegi.  svo á veturnar er þetta góður jeppa vegur sem fólsbílar eiga ekkert erindi á.  Ég er allveg sammála þér með að fólsbílar mættu sýna rútum meiri tilitsemi í miðbæ Reykjavíkur.  Eins má borginn hugsa um aðkomuu fyrir rútur á nokkrum hótela í bænum og er þá ástandið verst við Hótel Borg, Zentrum, og Nýja hótelið í Aðalstræti það er dottið úr mér nafið á því.  Á þessum hótelum er ekki hægt að leggja nema að loka allri umferð um götuna. 

Þórður Ingi Bjarnason, 28.3.2007 kl. 14:58

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Eða keyra burt aðþrengdur og rispa heilu hliðarnar!

Berglind Steinsdóttir, 28.3.2007 kl. 16:33

3 identicon

Að sjálfsögðu byggjum við veg yfir Kjöl og það núna, ég hef ekki trú á öðru en að menn munu byggja Biskupstungnabrautina upp líka svo að hún þoli flutningabílana því að það er hluti af öryggi í umferðinni á vegunum að koma flutningabílunum á Kjalveg og spara með því olíubrenslu eða sem sagt bæði auka öryggi og menga minna. Þið talið um að ekki eigi að eyðileggja fyrir ykkur með styttingu vegar fyrir fámennan hóp, en fólksbílaegendur í miðbæ Reykjavíkur eiga að víkja fyrir fámennan hóp, Hmm tvískynnungur umhverfissinna er með ólíkindum, en einmitt með góðum vegi yfir hálendið er svo mjög einfalt að hafa góða yfirsýn yfir umferð á hálendinu og þar með meðferð á landinu.

hogni (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 23:28

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nei, heyrðu mig nú, hogni, þetta er í hæsta máta ósanngjarnt. Ekki er ég a.m.k. að biðja fólksbílaeigendur um annað en að virða reglur og leggja hvorki í akveginum né á gangstéttunum. Og frómt frá sagt held ég að við séum að tala þar um hag fjöldans gagnvart fáum.

Berglind Steinsdóttir, 29.3.2007 kl. 08:12

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég tek undir það með þér, það er sanngjörn krafa til samferðafólks okkar að það fari eftir umferðareglunum, ég hef eitthvað misskilið þetta.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.3.2007 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband