Ein lítil spurning

Forystumenn íslenskra stjórnmála eru enn með orðið í Kastljósinu (hvar eru annars baráttusamtök aldraðra og öryrkja?) og nú vaknar þessi spurning:

Ef það kostar (þ.e.a.s. fer út úr skattkerfinu) 50-60 milljarða að hækka skattleysismörkin úr 90.000 í 150.000 má ekki reikna með að sá peningur fari einhverja aðra leið inn í samneysluna? Þá væntanlega hefur fleira fólk efni á meiru, ekki satt? Þá eykst hagvöxturinn, ekki satt?

Þetta átti bara að vera ein spurning ...


,,Þetta fólk"

Óttaleg viðkvæmni er í þessu fólki sem kvartar undan orðalaginu þetta fólk. Orðið þetta er bara ósköp venjulegt ábendingarfornafn og ekki neitt gildishlaðið. Það er bara eins og að segja þetta sjónvarpsefni, þessir fréttatímar o.s.frv. um efni sem margbúið er að ræða.

Sko, nú var Jóhanna Vigdís að enda við að segja þessi skattaumræða í Kastljósinu - og hvert er vandamálið?

Þessi viðkvæmni í þessu fólki sem kvartar undan þessu orðalagi er óþörf. Segi og skrifa.


Bloggfærslur 9. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband