Ein lítil spurning

Forystumenn íslenskra stjórnmála eru enn með orðið í Kastljósinu (hvar eru annars baráttusamtök aldraðra og öryrkja?) og nú vaknar þessi spurning:

Ef það kostar (þ.e.a.s. fer út úr skattkerfinu) 50-60 milljarða að hækka skattleysismörkin úr 90.000 í 150.000 má ekki reikna með að sá peningur fari einhverja aðra leið inn í samneysluna? Þá væntanlega hefur fleira fólk efni á meiru, ekki satt? Þá eykst hagvöxturinn, ekki satt?

Þetta átti bara að vera ein spurning ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Eru baráttusamtök aldraða og öryrkja nokkuð búinn að fá úthlutaðan bókstaf fyrir kosningar.  Það var sagt í byrjun að þarna væru þeir flokkar sem væru búnir að fá úthlutun á flokksbókstaf

Þórður Ingi Bjarnason, 9.4.2007 kl. 20:49

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, ég hef misst af því. Ég veit að Íslandshreyfingin var mjög stúrin yfir að fá ekki að vera með í umfjöllun Stöðvar 2 af því að þau voru ekki búin að leggja fram lista alls staðar.

12. maí er nú skammt undan - fer ekki að verða brýnt að fá listabókstaf ...?

Berglind Steinsdóttir, 9.4.2007 kl. 21:33

3 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Nei hagvöxturinn er ekki að fara að aukast ef fólk tekur 50-60 milljarða og eyðir í neyslu sem þarf að fjármagna með auknum innflutningi. Hagvöxtur eykst þegar fólk sparar. Ef 50-60 milljarðar eru veitt inn í þjóðfélagið með einu pennastriki hækkar verð í þjóðfélaginu og þessar auknu tekjur verða verðlausar og fólkið komið í nákvæmlega sömu spor og áður, vítahringur. Fólk verður bara að fara að hætta að horfa til ríkisins eftir hjálp og fara að hugsa um sitt eigið rassgat og nýta sér þau tækifæri til að skapa sér auð sem eru allt í kring um það. Það er alvöru tekjujöfnuður, jöfn tækifæri til þess að skapa auð.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 9.4.2007 kl. 22:15

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ja hérna, ég tók náttúrlega bara hagfræði 103 en í þeim áfanga skildist mér einmitt að hagvöxturinn ykist við eyðslu. Einhverjum eru greinilega mislagðar hendur. Meira að segja Milton Friedman eða einhver af hans kalíberi tekur sem dæmi um aukinn hagvöxt ef rúða er brotin og kalla þarf út glerísetningarmann til að laga hana, eins ef keyrt er yfir einhvern á götu sem flytja þarf á sjúkrahús. Ég er eiginlega alveg viss um að það er a.m.k. réttur skilningur.

Svo hitt, er það ekki ríkið sem hefur hugsað um rassgatið á virkjununum - eða hver á þau rassgöt? Það var nefnilega ekki talað um þetta í áfanganum, hmmm.

Ég er svo sem komin hér aðeins út fyrir skattleysismörkin en þetta hangir svolítið saman við hagvöxtinn og þensluna.

Berglind Steinsdóttir, 9.4.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband