Ráðherragisk

Gerir enginn ráð fyrir að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur sem báðir hafa lýst yfir vilja til að stokka upp í Stjórnarráðinu ætli að standa við orðin um að fækka ráðuneytum?

Nú eru Björn Ingi og Óli Björn að giska í Kastljósi.


Eins dauði er annars brauð

Ég sá viðtal við Hinrik Kambsmann í fréttum Stöðvar tvö og hann bar sig aumlega. Kannski hefur mér einhvers staðar skotist yfir en mér fannst einhvern veginn á honum að heyra að hann hefði nánast borgað með vinnslunni í fjölda ára og gæti það ekki lengur. Kambur á 2.700 tonna kvóta, minnir mig að hafi komið fram, og nú velti ég fyrir mér hver fái það brauð. Fer Kambur með kvótann sinn á norðanverða Vestfirðina - eða selur suður til Reykjavíkur?

Hver fær brauðið?

Og allt í einu rifjast upp kveinstafir útgerðarmannsins í Grímsey sem gat ekki staðið undir þessu lengur. Fór það brauð ekki suður? Synti ekki þorskurinn að norðan og til Grindavíkur til að vera veiddur þar?

Maður sem ég þekki sem betur fer lítið sagði við mig nýlega: Ef menn geta ekki fundið sér eitthvað að gera á landsbyggðinni eiga þeir bara að flytja hingað (til Reykjavíkur).

Ég held að landsbyggðinni sé settur stóllinn fyrir dyrnar og ég held að þessum manni þætti miður ef landsbyggðin flytti öll á mölina og hann þyrfti t.d. að taka með sér allan mat, allan viðlegubúnað, allt eldsneyti þegar hann leggur land undir hjól - því að honum leiðist ekki að vísítera.

Og samt má hann ekki til þess hugsa að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni. Hvað ætlar hann að gera við flugvöll í Vatnsmýrinni þegar enginn verður lengur áfangastaðurinn á hinum endanum?

Og eitt enn, hvar er samkeppnin? Þegar öll réttindi eru meira og minna komin á fárra manna hendur hver tryggir þá samkeppni í faginu? Ráða handhafar t.d. veiðiréttarins ekki kílóverði þorsks - eða hví er það komið í tæpar 200 krónur? 


mbl.is 65 manns og sjómönnum á 5 bátum sagt upp hjá Kambi á Flateyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband