Miðvikudagur, 2. maí 2007
Bjarni Ármanns gæti einn og sér hækkað skattleysismörkin um 7.000 kr.
Ég er svo mikill talnaspekingur að ég sé glögglega að ef fráfarandi forstjóri Glitnis gæfi eftir kaupréttina sína og starfslokalaunin, samtals tæpa 7 milljarða eins og sagan hermir, væri hægt að hækka skattleysismörkin úr 90 þúsund kr. í 97 þúsund. Menn hafa keppst við að reikna það út að hver 10 þúsund kr. hækkun skattleysismarka nemi um 8-10 milljarða kostnaði fyrir ríkissjóð. Því þykir mér tíðindum sæta að einn maður geti gengið út úr einu fyrirtæki með þessa fjárhæð, 6-7 milljarða. Og hvaðan er hún aftur tekin? Jú, alveg rétt, HAGNAÐURINN VERÐUR TIL ERLENDIS. Undarlegt að þjónustugjöldin og vaxtamunurinn þurfi að vera svona mikil blóðtaka fyrir launamenn ef allur hagnaður bankans verður hvort eð er til ERLENDIS.
Er ekki vitlaust gefið?
Miðvikudagur, 2. maí 2007
Annað og þriðja líf
Nú er liðinn heill mánuður sem ég hef ekkert reiðhjól átt. Og í dag byrjaði átak ÍSÍ, Ísland á iði. Ég tek náttúrlega þátt af því að það nægir að fara fyrir eigin vélarafli, og ég geng.
Ef ég væri ekki upptekin á laugardaginn eftir hádegi myndi ég fara upp á Eldshöfða þar sem lögreglan geymir óskilahjól og gefa einu reiðhjóli framhaldslíf, annað eða þriðja eða þess vegna það fjórða. Af myndinn að dæma eru þau bara gæðaleg.
Ég gæti alveg keypt mér nýtt hjól úr kassanum en mig langar eiginlega meira til að umkomulausu hjólin fái að nýtast áfram. Er einhver við það að brenna inni með aukahjól?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)