Annað og þriðja líf

Nú er liðinn heill mánuður sem ég hef ekkert reiðhjól átt. Og í dag byrjaði átak ÍSÍ, Ísland á iði. Ég tek náttúrlega þátt af því að það nægir að fara fyrir eigin vélarafli, og ég geng.

Ef ég væri ekki upptekin á laugardaginn eftir hádegi myndi ég fara upp á Eldshöfða þar sem lögreglan geymir óskilahjól og gefa einu reiðhjóli framhaldslíf, annað eða þriðja eða þess vegna það fjórða. Af myndinn að dæma eru þau bara gæðaleg.

Ég gæti alveg keypt mér nýtt hjól úr kassanum en mig langar eiginlega meira til að umkomulausu hjólin fái að nýtast áfram. Er einhver við það að brenna inni með aukahjól?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Þetta er eins talað úr mínu hjarta. Ég fór í áðan Hagkaup til að skoða hjól en ég gat ekki verslað þar. Hjólin eru hengd upp í loftið og þú þarft sjálf að ná þeim niður. Svo kann ég ekki að velja ... Ég þyrfti að senda einhvern fyrir mig á laugardaginn ... Ef þú færð mörg tilboð hafðu mig í huga.

Vilborg Valgarðsdóttir, 2.5.2007 kl. 20:34

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, ég gerist hér með umboðsmaður næstum uppafhrokkinna hjóla!

Berglind Steinsdóttir, 2.5.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband