Sunnudagur, 10. júní 2007
Vorilmur í lofti
Ég botna ekkert í þessu. Ég hef alltaf verið vandræðalega lítið næm fyrir lykt og algjörlega laus við klígju. Nú á þessu haustlega vori finnst mér allt brum svo rosalega lyktarsterkt að mér finnst næstum nóg um. Ég finn matarlykt milli húsa og allt í einu er brennisteinslyktin á háhitasvæðunum mjög sterk.
Veldur hlýnun jarðar þessu ...?
Og svo verð ég að minna sjálfa mig á að ég byrjaði að blogga fyrir akkúrat hálfu ári, hélt að ég myndi aðeins endast út þann mánuð, þ.e. til áramóta, en það er öðru nær - nú stefnir allt í að ég kaupi mér aukið myndapláss hjá Mogganum og haldi uppteknum hætti ... næsta hálfa árið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)