Ég er innlent vinnuafl

Seinni hluti júlímánaðar er toppurinn í ferðaþjónustunni og Magnús Oddsson ferðamálastjóri hefur hér réttilega orð á því að hluti af upplifun útlendinga í heimsókn til hvers lands sé að hitta og umgangast þarlenda. Þegar gestir fá sér skyr í morgunmatnum spyrja þeir kannski manneskjuna sem gengur um beina hvort þetta sé etið á heimilum líka og ef viðkomandi lenti bara hálfum mánuði á undan gestunum verður fátt um svör.

Hluti af þjónustunni við að afgreiða bækur um Ísland, keyra fólk á mili staða, leiðsegja í hvalaskoðun, bera fram lambakjöt og selja Kjörís er að geta svarað spurningum um lifnaðarhætti.

Hér er ekkert atvinnuleysi, ekki á höfuðborgarsvæðinu, en sinna allir þeim störfum sem þeir eru hæfastir til að gegna? Hefur ferðaþjónustan besta fólkinu á að skipa eða er það kannski búið að snúa baki við henni af því að hún er ekki samkeppnisfær í launum?

Þessir fjórir milljarðar sem Magnús Oddsson talar um að muni koma í þjóðarbúið næsta hálfa mánuðinn - hvar endar framlegðin af þeim?


mbl.is Fjórir milljarðar á 14 dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smásöluverð hækkar líka í Bandaríkjunum

Þegar ég var í New York í fyrra keypti ég undurgott kaffi, drakk sumt þar og tók sumt með mér heim. Bandaríkjamenn hafa þennan sið að verðmerkja vörurnar þannig að ég veit og man að 340 grömm af hnetukaffinu kostuðu 5,49 dollara. Sendingin sem mér barst í gær er hins vegar komin upp í 5,99 dollara.

Eru ekki rúm 8% óeðlilega mikil hækkun? Það er greinilegt að það hefur ekkert verið tekið til í virðisauka þarlendra nýlega ...


Bloggfærslur 14. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband