Ég er innlent vinnuafl

Seinni hluti júlímánaðar er toppurinn í ferðaþjónustunni og Magnús Oddsson ferðamálastjóri hefur hér réttilega orð á því að hluti af upplifun útlendinga í heimsókn til hvers lands sé að hitta og umgangast þarlenda. Þegar gestir fá sér skyr í morgunmatnum spyrja þeir kannski manneskjuna sem gengur um beina hvort þetta sé etið á heimilum líka og ef viðkomandi lenti bara hálfum mánuði á undan gestunum verður fátt um svör.

Hluti af þjónustunni við að afgreiða bækur um Ísland, keyra fólk á mili staða, leiðsegja í hvalaskoðun, bera fram lambakjöt og selja Kjörís er að geta svarað spurningum um lifnaðarhætti.

Hér er ekkert atvinnuleysi, ekki á höfuðborgarsvæðinu, en sinna allir þeim störfum sem þeir eru hæfastir til að gegna? Hefur ferðaþjónustan besta fólkinu á að skipa eða er það kannski búið að snúa baki við henni af því að hún er ekki samkeppnisfær í launum?

Þessir fjórir milljarðar sem Magnús Oddsson talar um að muni koma í þjóðarbúið næsta hálfa mánuðinn - hvar endar framlegðin af þeim?


mbl.is Fjórir milljarðar á 14 dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband