Mattinn kært kvaddur

Ég á ekki (mörg) orð. Fyrst verð ég að segja að hér er New York flissið, Habbý, Laufey, Marín og Berglind, sem kveður Mattann eftir stutta sumardvöl:

Flissið í veldi sínu

Svo er hér Ásgerður sem er sjálfstæð sería:

... Nei, hún festist ekki í augnablikinu ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Bíddu, er þetta Habbý sem var í MA á sínum tíma og útskrifaðist þaðan líklega um 1990? Hvernig datt hún inn í þennan hóp af fyrrum íslenskunemum?

Ég man eftir því einu sinni að ég hitti Habbý niðri í bæ þegar hún var sirka sextán ára og líklega á fyrsta ári í MA. Hún hafði skellt sér í Háið, sem þá var aðalstaðurinn fyrir þá sem töldu sig of unga til að sækja Sjallann. Aldurstakmarkið var hins vegar átján ára. Habbý hafði þá sett í sig tíkarspena og skellti sér í Háið. Allar stelpurnar sem voru of ungar til að fara inn voru nefnilega allar að mála sig eins og mellur til að reyna að líta út fyrir að vera eldri en þær væru. Stelpa sem setur í sig tíkarspena áður en hún fer á skemmtistað gæti því ekki verið of ung fyrir staðinn - hún komst inn. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 15.7.2007 kl. 19:12

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég trúi þessu vel upp á Habbý. Ég hringdi núna snarlega í hana til að bera söguna undir hana (hún er nefnilega í sveitinni og verður ekki við tölvu á næstunni, hefði annars verið vís með að svara sjálf (undir nafninu Hrafnhildur)) og henni fannst frekar líklegt að hún hafi tekið upp á ofangreindu. Hún hefur aldrei verið stöðvuð á ferðum sínum um djammstaðina.

Og Habbý biður að heilsa Stínu sem hún var fyrir löngu búin að glöggva sig á ...

Berglind Steinsdóttir, 15.7.2007 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband