Föstudagur, 27. júlí 2007
Sleifarlag tryggingafyrirtækja
Ég seldi bílinn minn í febrúar á þessu ári en vissra hluta vegna gekk ég ekki eftir endurgreiðslu tryggingarinnar fyrr en í dag. Ég fannst á augabragði í tölvukerfinu og það með að ég ætti inni hjá þeim ríflega 50 þúsund krónur - sem ég hefði aldrei fengið sjálfkrafa. Það væri gaman að heyra einhvern tímann að tryggingafélag léti undir höfuð leggjast að ganga eftir greiðslum til sjálfs sín.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)