Sleifarlag tryggingafyrirtækja

Ég seldi bílinn minn í febrúar á þessu ári en vissra hluta vegna gekk ég ekki eftir endurgreiðslu tryggingarinnar fyrr en í dag. Ég fannst á augabragði í tölvukerfinu og það með að ég ætti inni hjá þeim ríflega 50 þúsund krónur - sem ég hefði aldrei fengið sjálfkrafa. Það væri gaman að heyra einhvern tímann að tryggingafélag léti undir höfuð leggjast að ganga eftir greiðslum til sjálfs sín.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég fékk ofgreiddar tryggingar endurgreiddar sjálfkrafa frá mínu tryggingafyrirtæki þegar ég seldi bílinn minn forðum...

Elísabet (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 11:09

2 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég hef oft átt í bílaviðskiptum og það hefur alltaf komið sjálfkrafa leiðrétting á tryggingum.  Siðast á mánudag þá skipti ég um bíl og fékk og á föstudag fékk ég til baka það sem ég hafði borgað og mikið af gamla bílnum.  Eitt sinn lenti ég í umferðaróhappi og eftir sex mánuði þá hafði tryggingafélagið samband við mig á fyrrabragði og spurði hvort ég ætlaði ekki að sækja þær bætur sem ég á rétt á frá þeim,  þetta kom mér mjög á óvart og átti ekki von á þessu.  Svo það er spurning Berglind hvort þú sért að skipta við rétt tryggingafélag.

Þórður Ingi Bjarnason, 28.7.2007 kl. 14:01

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nei, það er deginum ljósara að Vörður missir af öllum framtíðarviðskiptum við mig. Áður var ég hjá Tryggingamiðstöðinni en átti hvorki rétt á endurgreiðslu né bótum en skipti af greiðasemi við bróður minn. Elísabet, ertu hjá Elísabetu ...?

Berglind Steinsdóttir, 28.7.2007 kl. 15:56

4 identicon

neibb, er ekki hjá elísabetu... enda ekki að borga neinar bílatryggingar þessa dagana.

Elísabet (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 13:27

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nei, hvernig læt ég - en værirðu hjá Elísabetu ...?

Berglind Steinsdóttir, 29.7.2007 kl. 15:26

6 identicon

hugsanlega... en líklegast myndi maður bara bæta þessu í tryggingasúpuna sem maður hefur þegar hjá Sjóvá. Það er einfaldast en ég myndi nú reyna að skoða hver býður best.

Elísabet (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband