Vor á Laugaveginum

Það má líta á þetta sem matarumfjöllun þar sem ég hef sett mér það að borða úti í hádeginu sem oftast til mánaðamóta. Nú varð Vor fyrir valinu af því að - trúið því eða ekki - nokkrir túristar höfðu mælt með staðnum.

Við fórum fjögur saman og hittum þar fyrir tómið tvennt, í alvörunni var mjög fátt fólk á staðnum um tólfleytið. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í pennuna sem sumir fengu sér en við Laufey ákváðum að fá okkur tapas fyrir tvo - og það var bæði illa útilátið og heldur svona bragðlítið. Til að fara ekki svöng út fékk ég mér því ostaköku og kapútsínó á eftir. Kaffidrykkurinn var ágætur.

Jæja, þetta er svona skemmri skírn af veitingahúsagagnrýni. Við vorum samt öll sammála um að við hefðum fengið betri mat annars staðar, meira úrval að velja úr og að við myndum eftirleiðis fá betri mat - annars staðar nefnilega.

Es. Ég tel næsta víst að flissið fljúgi til Vancouver á næsta ári, og helst með Antoni ...

Svo tók ég vondar myndir af Antoni, Örnu og Laufeyju til að þau njóti sín ekki nógu vel:

Anton ArnaLaufey


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Góðar fréttir af væntanlegri Vancouver ferð. Látið mig bara vita ef þið þurfið hjálp við undirbúninginn.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 28.7.2007 kl. 00:10

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Stína mín, það er svo mikil traffík inn á síðuna þína að Icelandair hlýtur að leggja leið sína þangað líka. Þú ættir að stinga upp á beinna flugi (áður en þú ferð aftur heim). Hvað gerist í atvinnulífi þínu þegar þú verður orðin doktor? Verðurðu áfram úti?

Berglind Steinsdóttir, 28.7.2007 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband