Launamunurinn

Við erum svo blíð og meðfærileg. Nú hefur forstjóri aftur gengið fram af okkur. Og nú eipum við öll á bloggsíðunum okkar. Eggert lætur ekki ná í sig enda hefur hann líklega engar daglegar vinnuskyldur heldur er einhvers staðar í útlöndum að reyna að eyða nýjustu milljóninni.

Og við höldum áfram að eipa á netinu og garga á makann sem er samt sammála.

Örfátt fólk er ósammála okkur pöpulnum en það er einmitt fólkið sem ræður þessu. Fólkið sem gæti breytt þessu. Gæti ekki Alþingi sett í lög að þegar laun eru orðin x-föld borgi launþeginn x mikið í skatt? Hvernig er þetta í samanburðarlöndunum sem okkur verður svo tíðrætt um þegar á að halda launum pöpulsins niðri?

Og, nei, ég hef það sjálf fínt. Nú vill bara svo til að ég þekki fólk sem á varla til hnífs og skeiðar. Ef N1 á lausa milljón í hverjum mánuði sem N1 þarf að losna við getur N1 kannski lækkað eldsneytisverðið eða borgað fólkinu á gólfinu hærri laun.

Ég vildi óska þess að þeir sem hafa valdið notuðu það heildinni til gagns. Og, nei, ég hef það sjálf fínt, takk.


Bloggfærslur 17. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband