Mörk einkalífs og vinnu

Þetta er búið að vera að brjótast um í mér en er samt svo einfalt. Ef við erum að vernda einkalíf starfsmanna og leggjumst þess vegna gegn því að starfsfólk blandi vinnunni í einkalífið með því að svara í símann eða lesa vinnupósta heima, ætti þá ekki líka að vera bannað að svara einkasímtölum á vinnutíma, utan hefðbundinna neysluhléa?

Ég skil hugsunina um kulnun þegar álag er mikið á öllum vígstöðvum og er hlynnt varfærni en erum við ekki á leið út í miklar öfgar? Ég er venjulegur launþegi í skemmtilegri vinnu sem er eins og klæðskerasaumuð handa mér, minni menntun og mínum faglega áhuga. Ég veit að ekki eru allir svona heppnir. Ég bæði les vinnupósta eftir að vinnutíma lýkur og svara einkasímtölum á vinnutíma en nota að öðru leyti vinnutímann til að sinna vinnunni. Sveigjanleikinn verður að virka í báðar áttir.


Bloggfærslur 28. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband