Fúsksamfélagið

Stóra meinið er að við hlífum börnum of mikið, það má ekki gera kröfur til þeirra vegna þess að þau eiga of upptekna foreldra og þau eru sjálf svo upptekin eftir skóla. 

Ég sé þetta víðar. Það má ekki gera kröfur. Það má ekki gagnrýna. Það má ekki biðja fólk um að vanda sig. 

Maður á bara að gleypa gagnrýnina á óvandvirkni, fúsk og leti því að ekki má styggja hina lötu og gráðugu. En þeir sem eru ekki latir og óvandvirkir sópa upp eftir hina sem ekki má hrófla við því að margir eru líka duglegir og áhugasamir um að standa sig.

Að lokum verð ég að taka undir það sem ég heyrði á þingi í dag:

Kirkjujarðasamkomulagið svokallaða er óheiðarlegasti samningur sem ég hef nokkurn tímann vitað af. 

Aðskiljum kirkju og ríki, takk.


Landspítalinn forðast beinar uppsagnir

Þrennt er mikilvægara en flest á Íslandi, heilbrigðiskerfið, menntakerfið og samgöngurnar. Sjálf hef ég verið heppin og sloppið við veikindi en það er öruggt mál að LSH er undirmannaður, tjah, nema mannskapurinn sé skelfilega illa nýttur. Er Páll að segja það?


Bloggfærslur 10. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband