Fúsksamfélagið

Stóra meinið er að við hlífum börnum of mikið, það má ekki gera kröfur til þeirra vegna þess að þau eiga of upptekna foreldra og þau eru sjálf svo upptekin eftir skóla. 

Ég sé þetta víðar. Það má ekki gera kröfur. Það má ekki gagnrýna. Það má ekki biðja fólk um að vanda sig. 

Maður á bara að gleypa gagnrýnina á óvandvirkni, fúsk og leti því að ekki má styggja hina lötu og gráðugu. En þeir sem eru ekki latir og óvandvirkir sópa upp eftir hina sem ekki má hrófla við því að margir eru líka duglegir og áhugasamir um að standa sig.

Að lokum verð ég að taka undir það sem ég heyrði á þingi í dag:

Kirkjujarðasamkomulagið svokallaða er óheiðarlegasti samningur sem ég hef nokkurn tímann vitað af. 

Aðskiljum kirkju og ríki, takk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðskilnaður ríkis og kirkju kemur samkomulaginu ekkert við. Það er viðskiptalegur samningur sem heldur þó aðskilnaður verði, skuldbindingar ríkisins eru þær sömu. Skoðanir einhverra á samningnum breyta heldur engu um tilvist hans og gildi. Ríkið losnar ekki undan kvöðum þessa samnings nema greiða fullu verði þannig að kirkjan verði ekki fyrir neinum fjárhagslegum skaða. Greiðslan verður að tryggja rekstur kirkjunnar um ókomna tíð. Það er ekki svo að ríkið geti keypt eitthvað og síðan hætt við að greiða umsamdar greiðslur eftir geðþótta.

Tenging ríkis og kirkju er að mestu táknræn og aðskilnaður verður helst sjáanleg á því að þing­setn­ing­ar­at­höfn­in hefst ekki með guðsþjón­ustu í Dóm­kirkj­unni og biskup gengur ekki með forseta, þingmönnum og ráðherrum til þinghússins eftir aðskilnað. Það verður engin þjóðkirkja. Aðrar breytingar væru til dæmis færsla réttinda þegar kirkjufólk hættir að vera ríkisstarfsmenn og foreldrar verða spurðir um í hvaða trúfélag á að skrá barn.

Hinir lötu og hinir gráðugu hafa ekki nennt að kynna sér hvað aðskilnaður ríkis og kirkju er og telja sig græða á honum. Sem gerir aðskilnað flott púður í byssur lýðskrumara.

Vagn (IP-tala skráð) 11.12.2019 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband