Ráðningarferli er höfnunarferli

Ef ein staða er auglýst og tíu sækja um er níu manns hafnað, 90%. Þess vegna þarf maður ekki að taka nærri sér þótt maður fái ekki stöðu sem maður sækist eftir ef hæfari einstaklingur sækir um. 

Ég sótti um starf hjá EFTA í október, fór í viðtal í Brussel í nóvember og fékk neitandi svar í morgun. Strax 29. nóvember þóttist ég vita að ég fengi ekki starfið en er fegin að vera komin með skýrt svar til að geta gert plön á næsta ári. Ef ég hefði fengið starfið hefði ég þurft að flytja til Brussel, sem var spennandi, og byrja í nýju starfi þar í síðasta lagi 1. mars 2020. 

Ég var mjög til í það en þar sem ég hef væntanlega átt við ofurefli að etja er ég bara glöð með að hafa komið til greina. Í staðinn fæ ég fleiri vikur til að einbeita mér að MA-ritgerðinni minni í þýðingarfræðum og eftir það hefst nýr lífskafli sem ég hlakka mikið til.


Bloggfærslur 16. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband