Aðskiljum ríki og meinta þjóðkirkju

Ég sagði mig úr þjóðkirkjunni fyrir mörgum árum þegar komst upp um siðleysi einhvers prestsins. Ég veit svo sem ekki hvort ég trúi á guð en ég held að ég trúi á framhaldslíf í einhverri mynd. Það hefur bara ekkert með presta eða þjóðkirkjuna að gera. Og þegar ég horfði á sr. Pálma í fréttunum í gær blöskraði mér óhemjulega. Ég hef því miður lengi haft illan bifur á honum og þarna sýndi hann síngirni sína.

Í þessu viðtali heldur hann því í rauninni fram að fólk sem hefur sagt sig úr meintri þjóðkirkju vilji samt eiga sitt fasta sæti í kirkjunni, t.d. á jólum. Eina þjónustan sem ég bið um er að láta brenna mig og jarða þegar ég dey og þar þarf engan séra til mín vegna.

Kirkjujarðasamningurinn virkar sem mikill afleikur af hálfu ríkisins þegar það borgar endalaust til að eignast eignir en á aldrei að eignast þær samkvæmt samkomulaginu! Ekkert fyrirtæki myndi semja upp á þau kjör, enginn íbúðarkaupandi myndi gangast inn á það að kaupa íbúð sem hann ætti aldrei að eignast, ekkert barn myndi gera svona lélegan samning: Hérna færðu 15.000-kall, elskan mín, og farðu svo út með ruslið í 40 ár.


Bloggfærslur 26. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband