Fimmtudagur, 21. mars 2019
Föstudagsmótmæli
Vá, hvað ég er spennt fyrir umhverfisvitund barna og unglinga, ekki síður en fullorðinna. Vá, hvað ég vona að við förum að taka umhverfisógnina alvarlega. Fermingardrengur í nærumhverfi mínu hefur beðið um græðlinga í fermingargjöf til að geta kolefnisjafnað. Vá, hvað við höfum dregist aftur úr og höfum góð tækifæri til að bæta um betur.
Vá.
Ég þekki ekki börnin sem skrópa en þau eru örugglega indæl og meina vel. Ég væri til í að sjá viðtal við þau þar sem þau væru spurð hvort þau væru líka sjálf til í að fækka utanlandsferðum sínum og fara vel með rafmagn og eldsneyti. Vilja þau fórna sínum gæðum? Kannski. En sannarlega er ánægjulegt að sjá vitundarvakningu ef hún er ekki skrópið tómt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)