Jóker

Ég dreif mig í bíó. Myndin var frumsýnd í Reykjavík í október þannig að við þurftum ekki að kaupa miðana á miðjum degi eins og við óttuðumst. Það voru kannski 30 manns í salnum, alveg nógu margir svo sem en mér finnst samt skemmtilegra að vera í vel fullum sal.

Bíómyndin? Tónlistin? Drungaleg og niðurdrepandi en líka hugvekjandi. Hlátur og grátur eru tvær hliðar á sömu grímunni og stundum hlær maður mest þegar manni líður verst. Hlátur er líka taugaveiklunarviðbragð gagnvart ógn og vanlíðan og þarf sannarlega ekki að bera vott um húmor eða gleði.

Innihald? Ranghugmyndir og niðurlæging. Hversu mikið þarf að ganga á til að fólksmassinn fagni almennum glæpum og ofbeldisfullum morðum? Hvenær verður bylting?

Meðmæli? Mér fannst hún vel leikin en sumt í atburðarásinni svo fjarstæðukennt að ég held að ég hafi kannski verið að horfa á teiknimynd. Hrikaleg heimsmynd og ég fór niðurdregnari heim af því að ég held að heimurinn gæti verið svo miklu betri fyrir stærsta hópinn. Lífið er ósanngjarnt og sumt fólk dregur bara stutta stráið og getur aldrei bætt sinn hag.


Bloggfærslur 13. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband