Styttum vinnuvikuna verulega

Hvernig var umhorfs í íslensku samfélagi fyrir tæpum 50 árum þegar vinnuvikan var stytt úr 44 í 40 stunda vinnuviku með lögum? Fjöldi kvenna var heimavinnandi eða í hlutastarfi á launamarkaði. Verkaskipting var skýrari. Áreiti var minna, bæði af almennri afþreyingu og auðvitað ekkert af samfélagsmiðlum. Annað foreldrið, ef við gefum okkur að foreldrarnir hafi axlað ábyrgðina sameiginlega, sinnti nauðsynjaverkum heima fyrir og hitt aflaði teknanna. Starfsfólk átti auðveldara með að einbeita sér. Sumarfrí voru meira á sumrin. Þegar fólk fór til útlanda var það helst ekki fyrir minna en mánuð.

Á hálfri öld hafa tækniframfarir orðið brjálæðislegar og við hljótum flest að hafa fundið fyrir því hvað tæknin hefur auðveldað okkur vinnuna og stytt ferla. Tölvupóstur. Viðhengi. Heimabankar. Sameiginlegur símamarkaður í Evrópu. Gervigreind!

Ef vinnuvikan væri stytt um heilan dag ættum við að geta ætlast til þess í hálfa öld að fólk hætti að skreppa mikið í vinnutímanum. Ég heyri fólk kvarta undan álagi í vinnu en ef betur er að gáð er álagið kannski ekki síst heima. Það þarf að keyra börnin í frístundir og mæta á tónleika eða leiksýningar ásamt því að mæta á foreldrafundi. Sjálfsagt mál, auðvitað, en hættum að pakka því inn í vinnutíma og kenna vinnustaðnum um. Ég segi þetta með öllum fyrirvara um að sums staðar er ekki sveigjanleiki í vinnu og þar mæðir mikið á starfsfólki.


Bloggfærslur 19. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband