Hvar eru samningar við hjúkrunarfræðinga?

Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í ár. Fyrir fimm dögum var samningafundi slitið án þess að boða til nýs. Heilbrigðisstéttirnar eru einna mikilvægustu starfsstéttirnar og þarf ekki faraldur til að sjá það en samt er ekki samið við fótgönguliðana, framlínustarfsfólkið. Ég þori ekki að hafa hátt af því að ég er hvergi nálægt samningaborðinu og hef engra persónulegra hagsmuna að gæta en ég skil ekki viljaleysið til að gera kjarasamning. Það er ekki nema von að margir hjúkrunarfræðingar hafi í gegnum tíðina látið sig hverfa til annarra starfa. Reikningar eru ekki borgaðir með hugsjón og köllun og létt lund vegur heldur ekki þungt í augum bankans.


Bloggfærslur 29. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband