Hvar eru samningar við hjúkrunarfræðinga?

Hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í ár. Fyrir fimm dögum var samningafundi slitið án þess að boða til nýs. Heilbrigðisstéttirnar eru einna mikilvægustu starfsstéttirnar og þarf ekki faraldur til að sjá það en samt er ekki samið við fótgönguliðana, framlínustarfsfólkið. Ég þori ekki að hafa hátt af því að ég er hvergi nálægt samningaborðinu og hef engra persónulegra hagsmuna að gæta en ég skil ekki viljaleysið til að gera kjarasamning. Það er ekki nema von að margir hjúkrunarfræðingar hafi í gegnum tíðina látið sig hverfa til annarra starfa. Reikningar eru ekki borgaðir með hugsjón og köllun og létt lund vegur heldur ekki þungt í augum bankans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margir telja sig svo mikilvæga að vera undanþeginn lífskjarasamningnum. Hann er víst bara fyrir hina. Því gengur illa að semja. Rekstrarlegt svartnætti ríkissjóðs, sveitarfélaga og fyrirtækja næstu misserin gefur heldur ekki svigrúm til umtalsverðra hækkana hjá þeim sem ósamið er við.

Í svona árferði er jafnvel uppsögn gerðra samninga og krafa um lækkun launa ekki óhugsandi. Síðustu samningar byggðu á mikilli bjartsýni og trú á uppgang sem ekki hefur gengið eftir.

Það hefur ekki farið hátt en undanfarið hefur gengið, verðmæti krónunnar, fallið um nær 20%. Og það mun fljótlega skila sér í rýrnun kaupmáttar og hækkunar á afborgunum og vöxtum lána.

Vagn (IP-tala skráð) 29.3.2020 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband