Svart ...

Einn vinur minn skrifaði á Facebook í vikunni: Hugur minn er hjá öllum innbrotsþjófunum sem geta nú ekki athafnað sig vegna þess að allir eru heima.

Kaldhæðni, já, gott hjá honum. En ég er að hugsa til stóru hópanna sem hafa unnið svart í gegnum árin og eiga minni réttindi fyrir vikið enda hafa þeir minna borgað til samneyslunnar. Fólk getur ekki sýnt fram á tekjufall vegna þess að tekjurnar hafa ekki verið færðar til bókar. Ég heyri bara hvergi neina umræðu um þetta. Er hún líka svört og falin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það undarlega er að eftir því sem tekjurnar eru hærri og meira greitt til samtryggingarinnar þá minnka réttindin. Samtryggingin er góð fyrir þá sem eru á lágmarkslaunum en versnar með hækkandi tekjum og verður fljótt frekar léleg trygging. Og samt er ætlast til þess að fólk svindli ekki og greiði með glöðu geði í þessa tryggingu.

Vagn (IP-tala skráð) 28.3.2020 kl. 05:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband