Trén í Öskjuhlíðinni

Ég hef skipt um skoðun. Reyndar á aukaatriði en samt má segja að ég hafi skipt um skoðun. Ég er enn á því að flugvöllurinn eigi að fara úr Öskjuhlíðinni og held enn að hægt sé að gæta að öryggisþættinum varðandi sjúkraflugið annars staðar, en ég sé að í ágúst 2023 hef ég ekki viljað láta fella tré í Öskjuhlíðinni sem ég man gjörla að okkur var sagt í leiðsögunámi mínu á sínum tíma að hefðu vaxið þar af miklu harðfylgi frá miðri 20. öld.

Út frá minni persónulegu skoðun og upplifun vil ég segja að mér er alveg sama þótt skógurinn verði grisjaður. Ég fæ innilokunarkennd þarna og villist alltaf. Á sólardögum nær sólin hvorki niður á kollinn á mér né í smærri plöntur sem veitti ekki af.

Mér er sjálfri því alveg sama þótt 1.400 tré verði felld. Ég hef hins vegar ekki skipt um skoðun á veru flugvallarins og hef enga trú á að meiri hluti borgarstjórnar hafi steytt á þessu máli sem allir hlutaðeigendur hafa vitað um.


Bloggfærslur 9. febrúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband