Trén í Öskjuhlíðinni eða flugvöllur í Vatnsmýri

Ég hef lengi, lengi, lengi verið þeirrar skoðunar að innanlandsflugvöllurinn eigi að fara úr Vatnsmýrinni og kalla enn eftir þarfagreiningu á honum á þessum stað. Hafi hún verið gerð finnst mér að það eigi að auglýsa hana. Með því á ég við könnun á því hverjir nýta sér flugvöllinn, hverjir þurfa á honum að halda og, já, hverjir borga fyrir að nota flugvöllinn á þessum stað. Ég blæs á röksemdir um mikilvægi sjúkraflugs vegna þess að ef mönnum er alvara með það er hægt að nýta sjúkrahúsið í Keflavík. Helstu upphrópsmenn öryggisflugsins láta ekkert í sér heyra þegar slys eða veikindi verða lengst úti á landi og menn komast alls ekkert til Reykjaavíkur.

Og núna, þegar hæstu trén í Öskjuhlíðinni, einni mestu skrautfjöður Reykjavíkur, trufla aðflugið er borðleggjandi að flugvöllurinn þarf að víkja en ekki trén sem hafa sprottið við erfiðar aðstæður og náð þessari truflandi hæð.

Ég minni á að Hótel Borg var byggð í sinni hæð árið 1930 til að trufla ekki aðflugið. Öll byggðin í miðbænum tekur mið af því og íbúar þar gjalda fyrir flugvöllinn með alltof mikilli hávaðamengun.

Ég sé ekki betur en að núna höfum við sem erum á móti flugvellinum þar sem honum var tildrað upp til bráðabirgða í stríðinu fengið hraustleg rök með því að senda hann annað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Við sem höfum kennt börnum og unglingum félagsmál gerum strax kröfur til þeirra um lágmarks rökhyggju. Segjum svo að þetta væri spurning um flugvöllinn í Vatnsmýri. Þá eru þau hvött til þess að taka saman rök með og á móti. Þá kæmi örugglega fram það sjónarmið hvort ekki væri hægt að færa flugvöllinn eitthvað. Það hefur verið kannað vel og lengi var Hvassahraun en m.a. vegna eldgosavirkni dettur engum það í hug lengur. Ráðuneyti ásamt Reykjavíkurborg hafa fjallað um þetta mál og um það fjallað um í skýrslum. Þetta myndu krakkarnir auðvitað kynna sér. Auðvitað koma krakkar og setja fram skoðun um flugvöllinn áður en þau kynna sér málið og þá valkosti sem eru til staðar. Það breytist fljótt og umræðan verður furðu fljótt þroskuð. 

Af myndinni af þér að dæma ertu orðin rúmlega 12 ára, en rökræðan er varla komin á það stig sem við viljum að 12 ára kakkar hafa tileinkað sér. Væri ekki tilvalið fyrir þig að fara í endurmenntu. Skella þér í 12 ára bekk og geta þá t.d. á næsta ári komið inn í umræðuna. 

Sigurður Þorsteinsson, 18.8.2023 kl. 09:08

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Sigurður, nú hefði verið ótrúlega sterkur leikur hjá þér að tefla fram þarfagreiningunni en ég geri ekki ráð fyrir að þú hafir hana undir höndum. Og úr því að þú ert svo hrifinn af rökum mættirðu ljóstra því upp hvaða rök mæla helst gegn því að færa innanlandsflugið til Keflavíkur.

Berglind Steinsdóttir, 18.8.2023 kl. 09:47

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Berglind held að mjög margir hefðu viljað láta flytja flugvöllinn. Vandamálið er bara að hentur staður hefur ekki fundist. Ef flugvöllurinn hefði átt að flytjast til Keflavíkur þá hefi líka átt að byggja mun stærri hluta af Landspítalanum þar. Einginkona mín er sérfræðingur á Landspítalanum og oft er um að ræða kapphlaup um tíma og staðsetningin í Keflavík hefði ekki verið æskileg af þeim ástæðum. Reykjavíkurflugvöllur er varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll og bara þær skerðingar sem urðu nýlega þýddu að flugvélar þurftu að taka meira eldsneyti sem hækkar fluggjöld og þar með verðbólgu. Nú ég mikill áhugamaður um skógrækt, en aftur val á milli að skerða aðeins skóginn í  Öskjuhlíðinni annars vegar og öryggi farþega hins vegar þá verðum við að velja öryggið. Það eru til nóg af skýrslum sérfræðinga um flugvellina og hefði berið betra hjá þér að fara yfir þau mál áður en þú skrifaðir þessa grein. Hún er því miður ekki birtingarhæf. Með því að fara yfir rökin í skýrslunum hefði greinin hjá þér sennilega orðið allt öðru vísi. 

Sigurður Þorsteinsson, 18.8.2023 kl. 16:50

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Af hverju vísarðu ekki á einhverjar af þessum skýrslum sérfræðinga sem þú lætur að liggja að þú hafir á takteinum sem svara þessari einföldu spurningu? Ég held að svarið sé einfaldlega það að það væri hægt að flytja innanlandsflugið en það er ekki pólitískur vilji fyrir því, ekki frekar en að fækka bensínstöðvum sem væri hægur vandi. Það má ekki styggja flugrekendur.

Við getum alveg verið ósammála en það er ekki smekklegt að bera mér á brýn heimsku eða barnaskap.

Berglind Steinsdóttir, 18.8.2023 kl. 17:19

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Berglind barnungir krakkar læra að fletta upp og afla sér upplýsingar það getur þú t.d. gert með google.com Þar slærð þú einfallega upp reykjavíkurflugvöllur, eða flutningur Reykjavíkurflugvallar. 

Ef þú veist ekki hvernig þú átt að fetta upp á netinu er enn ríkari ástæða fyrir þig að sækja aftur um inngöngu í 12 ára bekk. 

Auðvitað erum við ósammála sem stafar aðallega af því að ég hef lesið þær skýrslur sem hafa verið um Reykjavíkurflugvöll, en þú ekki. Þér finnst það ósmekklegt að ég bendi þér á að fara í endurmenntun í 12 ára barn, en ég hef ekki sagt að þú sért beinlínis heimsk. Held að æði margir myndi flokka þig sem sauðska eða nautgreinda. Ég tek ekki afstöðu til þess. 

Held fyrst og fremst að þekkingarleysi þitt stafi af leti þinni, menntun þín virðist afar takmörkuð en það sem er verst er þessi hroki sem kemur fram í svari þínu. Hroki starfar nú yfirleitt af mikilli minnimáttarkennd. 

Öðru bulli frá þér nenni ég ekki að svara. 

Sigurður Þorsteinsson, 18.8.2023 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband