Kokhraustur bankastjóri

Ég var að hlusta á bankastjóra Íslandsbanka í útvarpinu. Hann sagði að það væri alltaf sárt að missa viðskiptavini en hann áleit að höggið fyrir bankann yrði ekki þungt þótt þrír stórir viðskiptavinir færu annað.

Mér finnst bankastjórinn alveg fullkomlega hafa misskilið atburðarásina og hafa steingleymt öllu sem hann hefur sagt um auðmýkt. Hins vegar er náttúrlega hrópandi fákeppni á bankamarkaði og þess vegna er óánægja stórra og lítilla viðskiptavina ævinlega léttvæg.

Hvert eigum við að fara? Nú eru að verða forstjóraskipti hjá Kviku og stór leikandi í hruninu mætir til leiks sem gerir Auði að minna fýsilegum kosti.

Arion banki er gamli viðskiptabankinn minn, hét þá Búnaðarbanki, og hefur lagt sig fram um að veita mér lélega þjónustu, villandi upplýsingar og afleit kjör.

Ég veit minnst um Landsbankann en held að Indó geti verið svarið ef hann/hún/það klúðrar ekki framhaldinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband