Markaðshagkerfið

Ég orðaskókst við mætan kunningja í gær um efnahagsstöðugleika í landinu. Honum finnst svoleiðis ríkja.

Þar sem við búum í markaðshagkerfi er hins vegar ljóst að samhengi milli framleiðsluverðs og söluverðs er ekkert. Menn rukka það sem þeir telja markaðinn færan um að borga. Og þar sem launabilið eykst hafa þeir sem minna hafa á milli handanna ekki sömu möguleika á að njóta vissra gæða lífsins. Kaupmátturinn hefur aukist ójafnt. Ég nenni ekki aftur að nefna innflutta skemmtikrafta - ég nefni bara íbúðarhúsnæði sem hefur hækkað svo mikið að fólk getur ekki sparað fyrir því. Það fær ekki hagstæð lán lengur og auðvitað vitum við að traffíkin hefur aftur aukist hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Menn skuldsetja sig af illri nauðsyn.

Þess vegna held ég að Bónus sé raunverulegur vinur heimilanna í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband