Föstudagur, 2. febrúar 2007
Einfalt reikningsdæmi
Í hádeginu hitti ég mann á fimmtugsaldri sem vann nýverið tvö útborgunartímabil við umönnun. Grunnlaunin eru 103.000, hann fékk 79.000 útborgað fyrir fulla vinnu og sagði vinnuveitandanum að fara þangað sem sólin skín ekki.
Hann hætti sem sagt og ákvað að þiggja atvinnuleysisbætur eins lengi og honum er stætt.
Á meðan ætlar hann að líta eftir öldruðum föður sínum sem fékk hvítblæði nýlega og liggur nú fyrir dauðanum. Sá á alheilbrigðan tvíburabróður sem hefði getað lagt honum til merg. En spítalanum fannst ekki taka því, sjúklingurinn væri orðinn of gamall, eftir því sem mér skildist til að það tæki því að lappa upp á hann.
Ætli þessi lauslegi kunningi minn hafi verið að ljúga að mér? Ef allt þetta er satt er reikningsdæmi hans annars einfalt. Hann skuldar a.m.k. engum neitt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.