Þriðjudagur, 6. febrúar 2007
Skemmtigildið var ótvírætt
Hannes Hólmsteinn Gissurarson var skemmtilegri en ég reiknaði með, hann má eiga það. Myndskeiðin sem hann sýndi, dæmin sem hann tók, frásögnin - allt var þetta hið líflegasta. Og hann sannaði auðvitað mál sitt sem er það að hann er ákveðin heimild um .. ja, tiltekin vinnubrögð, skoðanir, aðferðafræði.
Svo geta verið óteljandi margar aðrar skoðanir og aðferðir um nákvæmlega sömu tímabil og sömu atburði.
En ég skil ekki enn að maður sem predikar markaðshyggju og frjálshyggju í orði skuli á borði aldrei hafa selt sig öðrum en ríkinu. Aldrei? Ég ætti auðvitað ekki að fullyrða neitt. Hann hefur ekki selt sig á markaði - eða hefur hann selt fyrirlestra erlendis? Það kann að vera. Hver gaf aftur út Halldór og Kiljan og Laxness? Bókafélagið, hvaða fyrirtæki er það?
Og þegar hann talar um 150 stykki af Maður er nefndur sem hann framleiddi hefði einhver átt að spyrja hvað markaðurinn hefði verið til í að borga.
En ég er svo feimin.
Athugasemdir
Frjálshyggjumaðurinn hefur alla tíð verið á opinberu framfæri og aldrei þurft að sæta samkeppni á einkamarkaði. Þegar hann skrifaði sögu Jóns Þorlákssonar þá var öllum stofnunum Rvíkurborgar gert að kaupa eintak.
Sigurður Ásbjörnsson, 6.2.2007 kl. 13:47
Ég heyrði einmitt þetta um bókina annars staðar í dag. Var ekki líka annar frjálshyggjumaður í gjörgæslu RÚV, Gísli nokkur Baldursson?
Berglind Steinsdóttir, 6.2.2007 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.