210. grein almennra hegningarlaga 19/1940

Ég sé að fólk vitnar hvert um annað þvert í þessa lagagrein en ég er handviss um að fæstir lesendur fletta henni upp:

210. gr. Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. [Þegar slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt getur refsing þó orðið fangelsi allt að 2 árum.]2)
Það varðar ennfremur sömu refsingu, að láta af hendi við unglinga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti.

2) Sömu refsingu varðar að flytja inn eða hafa í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn í kynferðisathöfnum með dýrum eða nota hluti á klámfenginn hátt.]3) [Hver sem flytur inn, aflar sér eða öðrum, eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum ef brot er stórfellt.].


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru einstaklega fyndin lög og þar af leiðandi sorgleg.  Annars vegar er algert bann við klámi, sem ekki er til skilgreint, loðið og teygjanlegt eins og línumaður í handbolta.

 Hins vegar eru sett takmörk við dreifingu kláms til undir 18 ára, sem gefur til kynna að það sé ekki eins harðbannað hinum eldri.

Auk þess er klæmst á börnum í þessum lögum, að þau megi ekki sýna á kynferðislegan eða klámfengin hátt, kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Bíðum við, kynferðislegan eða klámfenginn hátt, börn? Hvernig ætli þetta sé hugsað, hvernig koma börn fyrir á annan hvorn veginn?

Þessi lög koma klámi ekki við nema á þann veg sem býr í eldri merkingu orðsins. Þau eru klastur, klám, illa gerð, óþörf og ekki til prýði neinum.

Kjartan Hallur (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 00:56

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Eldri merking orðsins klám = grófgert, illa unnið verk (sbr. klámhögg = vindhögg), segirðu. Merkingin er reyndar frá þjóðveldisöld og lögin sjálf eru í grunninn 67 ára gömul (þótt á 210. grein hafi verið gerðar breytingar 1998-2006). Skyldi maðurinn meina að vandlætingin væri orðin úrelt? Eða að nú sé tímabært að endurskilgreina klám? Eða kannski endurskoða forsjárhyggjuna?

Berglind Steinsdóttir, 19.2.2007 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband