Miðvikudagur, 28. ágúst 2013
Til styrktar ...
Á hverju ári skokka ég 10 kílómetra mér til skemmtunar í skemmtiskokki Reykjavíkurmaraþonsins. Ég skokka á rúmlega gönguhraða og hef ekki metnað til annars. En ég hef heldur ekki tiltakanlega mikið sjálfstraust í hlaupum og hef aldrei fundið mig í að biðja fólk um að heita á mig og styrkja eitthvert málefni.
Nýlega las ég pistil um svona áheit þar sem pistlahöfundi fannst eiginlega að skattarnir ættu að dekka það sem fólk biður um áheit til að gera. Og ég er innilega sammála því. Mér hefur fundist ég dálítið utangátta þegar stuðningsmenn snúa rellunum sínum á hliðarlínunni og hvetja einstaka hópa - en í ár var reyndar minna um það. Er ekki gleðin tekin úr hlaupinu þegar allir eiga að vera að styrkja ýmsa hópa sem ættu að fá eðlilegan stuðning í gegnum skattana okkar?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.