Föstudagur, 6. september 2013
Krimmaþýðingin
Þegar maður les þýðingu og hnýtur ekki að ráði um hana hneigist maður til að halda að hún sé í lagi. Sennilega er það líka oft rétt. Hins vegar er andskotalegt þegar lesandi hugsar í sífellu um þýðinguna og það er það sem hefur ágerst við lestur bókarinnar Rutt úr vegi.
Á blaðsíðu 239 er talað um sjöttu hæð.
Á næstu blaðsíðu er sjötta hæð orðin sú sjöunda.
Skömmu síðar lítur hann niður af sjöttu hæð og horfir þá 17 hæðir niður.
Aðeins aftar er sérkennileg orðatalning í gangi. Þar stendur:
Síðasta atriðið var þrjú orð: Skýrsla Grays um Kliner.
Neðar á sömu blaðsíðu stendur:
... og þessi fjögur orð: Skýrsla Grays um Kliner.
Og svo stendur:
Við þekkjum bara þá dauðu, sagði ég. Hubble [Paul, sem sagt karl] og Molly Beth.
Þýðandi talar um alla sem dauða, enginn er dáinn, hvorki góðir né slæmir. Er það til siðs? Og er ekki óeðlilegt að Paul og Molly séu dauðir? Jú.
Ég gæti tíundað meira en læt duga að rifja upp að svo tröllríður flestum blaðsíðum. Eftir sem áður held ég að ýmislegt sé vel gert en þyrfti auðvitað að skoða frumtextann til að sjá.
Ætli geti verið að Forlagið hafi flýtt sér helst til mikið?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.