,,Svo hverjum voru þeir á eftir?" (bls. 216)

Ég er að lesa þýðingu á krimma sem margt má gott um segja, einkum framan af. Þegar á líður kemur einhver þreyta, ég sver það þótt ég hafi ekki lesið skáldsöguna á frummálinu. En frá upphafi hefur orðið „svo“ verið gegnumgangandi. Ég held að það sé „þýðing“ á orðinu „so“ þegar miklu oftar ætti við að nota orðin „þá“ eða „þannig“ með breyttri orðaröð.

„Svo hverjum voru þeir á eftir?“ hljómar miklu betur og eðlilegar svona: „Á eftir hverjum voru þeir þá?“ eða jafnvel: „Hverjum voru þeir þá á eftir?“

Annað dæmi, nú af bls. 177: „Svo nema við séum með tvo aðila sem beita nákvæmlega sömu hótun á sama tíma og sama stað, er þetta önnur tenging.“ Mér finnst öllu breyta að hafa þetta svona: „Þannig að þetta er önnur tenging nema við séum með tvo aðila sem beita nákvæmlega sömu hótun á sama tíma og sama stað.“ Mér finnst þetta líka ganga: „Þannig að nema við séum með tvo aðila sem beita nákvæmlega sömu hótun á sama tíma og sama stað er þetta önnur tenging.“

Báðar þessar málsgreinar eru bein ræða þannig að þetta er eðlilegt talmál - nema svoið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband