Mánudagur, 12. mars 2007
Bókakaup hafa í för með sér bókaeign
Og þar er treginn.
Nei, tregi er fullstórt orð fyrir þetta. Bara kolvitlaust orð reyndar.
Stundum langar mig til að kaupa bækur til að styrkja þann sem skrifaði eða gaf út, aldrei samt aðrar bækur en þær sem mig langar líka til að lesa. Og það er gott að hafa bækur í sem flestum skúmaskotum, eða þannig. Þegar ég kem inn á annarra manna heimili verð ég yfirtaksmikill dóni og leggst á kilina, fer að skoða bókakostinn. Alveg ferleg.
Ég treindi það fram á síðasta klukkutíma að fara á bókamarkaðinn í Perlunni og fór í gær kl. 17:15. Keypti tvær bækur og hlakka til að lesa þær báðar. Á erfiðar minningar um þau skipti þegar ég keypti 22 bækur - og kom því vitaskuld ekki í verk að lesa þær. Einu sinni keypti ég Ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar eftir Þórberg Þórðarson í þremur bindum - hún er enn í plastinu.
Jú, víst er vandasamt að eignast margar bækur. Ég er nefnilega miklu duglegri að lesa lánsbækur, þá vofir yfir skiladagurinn. Bókasafnið er sniðið að þörfum mínum.
Ég er samt byrjuð á Stelpunni frá Stokkseyri og ætla að klára hana fyrir 29. mars.
Athugasemdir
Ég lána gjarnan bækur en legg litla áherslu á að fá þær aftur.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 08:57
Ég sakna sárt einnar bókar sem ég lánaði, DRAUMALANDSINS. Hins vegar væri mér ósárt um alls konar klúbbabækur, t.d. Neon.
Berglind Steinsdóttir, 13.3.2007 kl. 11:34
Meyriháttar góður endirinn á færslu þinni Bergljót, (vitna í endirinn) þá vofir yfir skiladagurinn. Bókasafnið er sniðið að þörfum
Sigfús Sigurþórsson., 13.3.2007 kl. 14:17
Fyrirgefðu Berglin, svona er maður stundum að flíta sér, bæði vitlaust með nafn þitt farið og vantaði MÍNUM í endirinn, enn og aftur fyrirgefðu.
Sigfús Sigurþórsson., 13.3.2007 kl. 14:19
Berglind - Berglind hahahaha
Sigfús Sigurþórsson., 13.3.2007 kl. 14:19
Meðan þú kallar mig ekki Brján ... hehe. Eða Grímhildi.
Berglind Steinsdóttir, 13.3.2007 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.